Vopnaður maður skaut tvo til bana og særði einn í gærkvöldi fyrir utan skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Bratislava, sem er höfuðborg Slóvakíu.
Atvikið átti sér stað um kl. 19 að staðartíma og leiddi til umfangsmikilla lögregluaðgerða.
Lögreglan segir að meintur árásarmaður hafi fundinn látist í morgun. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til. Þarlendir fréttamiðlar greina aftur á móti frá því að maðurinn hafi skrifað færslur á samfélagsmiðla þar sem hann lýsti sig andsnúnum hinsegin samfélaginu og gyðingum.
Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að byssumaðurinn hafi verið ungur karlmaður og að hann hafi verið sonur fyrrverandi frambjóða flokks sem er lengst til hægri í stjórnmálum.
Eduard Heger, forsætisráðherra Slóvakíu, fordæmdi árásina og sagði að öfgar yrðu ekki liðnar. Þá bað Zuzana Caputova, forseti landsins, stjórnmálamenn í landinu um að hætta að dreifa hatursáróðri.
Svo virðist sem um hatursglæp hafi verið að ræða á tímum þar sem kallað hefur verið eftir því að bundinn verði endur á hatur gegn samkynhneigðum í landinu þar sem íhaldssamar skoðanir ráða ríkjum. Þar er t.d. hjónaband samkynhneigðra ekki leyfilegt.