Að minnsta kosti fimm eru látnir, þar á meðal lögregluþjónn sem ekki var við skyldustörf, eftir að fimmtán ára piltur hóf skothríð við gönguleið í náttúrunni við borgina Raleigh í Norður-Karólínu í gærkvöldi.
Lögregla tjáir fréttastofu ABC að byssumaðurinn hafi verið fimmtán ára hvítur drengur.
Tveir særðust til viðbótar, auk drengsins sem særðist lífshættulega og var færður á sjúkrahús. Ekki þykir ljóst hvort hann hafi veitt sjálfum sér þau sár.