Fjármálaráðherra Breta vikið úr embætti

Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands.
Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands. AFP

Kwasi Kwarteng, sem gegnt hefur embætti fjármálaráðherra Bretlands frá 6. september, hefur verið vikið úr embættinu.

Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins BBC.

Kwarteng fór til fundar við forsætisráðherrann Liz Truss að Downingstræti 10 í morgun. Fréttastofa BBC fullyrðir að Truss muni síðar í dag halda blaðamannafund.

Yfirgaf fund í Bandaríkjunum

Greint hefur verið frá því að Kwarteng flaug fyrr aftur til Bretlands frá Washington í Bandaríkjunum en fyrirhugað hafði verið, til að eiga fund sinn með Truss. Yfirgaf hann þar fund fjármálaráðherra frá fleiri ríkjum.

Aðeins einn hefur setið skemur á stóli fjármálaráðherra í landinu frá upphafi. Sá var Iain Macleod, sem lést sökum hjartaáfalls eftir 30 daga í embætti árið 1970.

Fjórir hafa gegnt embættinu frá árinu 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert