Rússneskur maður hefur verið handtekinn í Storskog við landamæri Noregs og Rússlands með tvo dróna sem voru gerðir upptækir.
Maðurinn var með einnig með mikið magn dulkóðaðra ljósmynda í fórum sínum, ásamt þremur vegabréfum, að sögn NRK.
Maðurinn hefur viðurkennt að hafa flogið drónunum í Noregi og tekið þar myndir. Í yfirheyrslum hjá lögreglunni kom fram að hann hefði dvalið í landinu síðan í ágúst.
Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á meðan á rannsókn málsins stendur. Hann segist hafa verið staddur í Noregi sem ferðamaður og að hann hafi tekið myndirnar fyrir sjálfan sig.
Rússar mega ekki fljúga drónum í Noregi en maðurinn kveðst ekki hafa vitað af banninu.