Nauðganir hluti af rússneskri „hernaðaráætlun“

Úkraínskur hermaður stendur ofan á rússneskum skriðdreka í útjaðri borgarinnar …
Úkraínskur hermaður stendur ofan á rússneskum skriðdreka í útjaðri borgarinnar Isíum í Karkív-héraði í Úkraínu. AFP/Juan Barreto

Nauðganir og önnur kynferðisbrot sem rússneskir hermenn eru sakaðir um að fremja í Úkraínu eru hluti af rússneskri „hernaðaráætlun“ og „vísvitandi aðferð til að afmennska fórnarlömbin“.

Þetta sagði Pramila Patten, sendiherra Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í kynferðisbrotum, í viðtali við AFP-fréttastofuna.

„Þegar þú heyrir konur segja frá því að rússneskir hermenn séu með Viagra í fórum sínum, þá er þetta greinileg hernaðaráætlun,“ sagði Patten.

„Þetta er greinilega vísvitandi aðferð til að afmennska fórnarlömbin,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert