Nauðganir og önnur kynferðisbrot sem rússneskir hermenn eru sakaðir um að fremja í Úkraínu eru hluti af rússneskri „hernaðaráætlun“ og „vísvitandi aðferð til að afmennska fórnarlömbin“.
Þetta sagði Pramila Patten, sendiherra Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í kynferðisbrotum, í viðtali við AFP-fréttastofuna.
„Þegar þú heyrir konur segja frá því að rússneskir hermenn séu með Viagra í fórum sínum, þá er þetta greinileg hernaðaráætlun,“ sagði Patten.
„Þetta er greinilega vísvitandi aðferð til að afmennska fórnarlömbin,“ bætti hún við.
#UPDATE Rapes and sexual assaults attributed to Moscow's forces in Ukraine are part of a Russian "military strategy" and a "deliberate tactic to dehumanise the victims", UN envoy Pramila Patten told @AFP in an interview pic.twitter.com/JvNkIzPzuh
— AFP News Agency (@AFP) October 14, 2022