Úkraínskir embættismenn hafa hvatt Rauða krossinn til að heimsækja alræmdar fangabúðir í austurhluta landsins sem Rússar hafa hernumið.
Andrí Yermak, starfsmannastjóri forsetaembættis Úkraínu, krefst þess að hjálparsamtökin heimsæki fangelsið Olenivka í Dontesk-héraði innan þriggja daga, að sögn BBC.
„Við getum ekki tapað meiri tíma. Það eru mannslíf að veði,“ sagði hann á Twitter.
Í síðasta mánuði reyndi Rauði krossinn að fá aðgang að fangabúðunum en fékk ekki leyfi frá rússneskum yfirvöldum.
Fangelsið hefur verið undir stjórn yfirvalda í Donetsk sem eru studd af Rússum frá árinu 2014. Aðstæður þar eru sagðar afskaplega slæmar.
Í júlí síðastliðnum létust tugir úkraínskra fanga þar í sprengingu.