Trump gert að vitna

Trump þarf í vitnastúkuna hvort sem honum líkar betur eða …
Trump þarf í vitnastúkuna hvort sem honum líkar betur eða verr. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Sjöttajanúarnefndin svokallaða hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, beri að vitna fyrir þingnefnd um atburði þrettándans í fyrra, 6. janúar, þegar stuðningsmenn hann réðust inn í þinghúsið í Washington og gerðu þar vopnabrak og gný mikinn með alvarlegum afleiðingum í kjölfar sigurs Joes Bidens í forsetakosningunum fyrr um veturinn.

Hefur framburður annarra vitna sem sjöttajanúarnefndin hefur rætt við bent til þess að Trump hafi verið staðráðinn í því að draga kosningaúrslitin opinberlega í efa færi hann halloka í kosningunum.

Athlægi um allan heim?

„Hvers vegna bað óvalda nefndin [e. the Unselected Committee] mig ekki um að bera vitni fyrir mörgum mánuðum?“ spyr Trump á Truth Social-vefnum, „hvers vegna beið nefndin með það fram á lokamínútur síns hinsta fundar?“

Svarar hann spurningum sínum svo sjálfur með því að nefndin sé hjóm eitt sem þjóni ekki öðrum tilgangi en að sundra þjóðinni sem þó sé í nógu slæmum málum fyrir. „Á hún að verða að athlægi um heim allan?“ skrifar hann að lokum.

Talsmaður Trumps á samfélagsmiðlinum Twitter tók að auki upp hanskann fyrir hann þar og kallaði demókrata „bitra, valdasjúka og örvæntingarfulla“.

NBC

Reuters

Politico

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert