Trump gert að vitna

Trump þarf í vitnastúkuna hvort sem honum líkar betur eða …
Trump þarf í vitnastúkuna hvort sem honum líkar betur eða verr. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Sjöttajanú­ar­nefnd­in svo­kallaða hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, beri að vitna fyr­ir þing­nefnd um at­b­urði þrett­ánd­ans í fyrra, 6. janú­ar, þegar stuðnings­menn hann réðust inn í þing­húsið í Washingt­on og gerðu þar vopna­brak og gný mik­inn með al­var­leg­um af­leiðing­um í kjöl­far sig­urs Joes Bidens í for­seta­kosn­ing­un­um fyrr um vet­ur­inn.

Hef­ur framb­urður annarra vitna sem sjöttajanú­ar­nefnd­in hef­ur rætt við bent til þess að Trump hafi verið staðráðinn í því að draga kosn­inga­úr­slit­in op­in­ber­lega í efa færi hann halloka í kosn­ing­un­um.

At­hlægi um all­an heim?

„Hvers vegna bað óvalda nefnd­in [e. the Un­selected Comm­ittee] mig ekki um að bera vitni fyr­ir mörg­um mánuðum?“ spyr Trump á Truth Social-vefn­um, „hvers vegna beið nefnd­in með það fram á loka­mín­út­ur síns hinsta fund­ar?“

Svar­ar hann spurn­ing­um sín­um svo sjálf­ur með því að nefnd­in sé hjóm eitt sem þjóni ekki öðrum til­gangi en að sundra þjóðinni sem þó sé í nógu slæm­um mál­um fyr­ir. „Á hún að verða að at­hlægi um heim all­an?“ skrif­ar hann að lok­um.

Talsmaður Trumps á sam­fé­lags­miðlin­um Twitter tók að auki upp hansk­ann fyr­ir hann þar og kallaði demó­krata „bitra, valda­sjúka og ör­vænt­ing­ar­fulla“.

NBC

Reu­ters

Politico

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert