Varnarmálaráðuneytið taki við keflinu af SpaceX

Elon Musk.
Elon Musk. AFP/Dimitrios Kambouris

Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, hefur sent bréf til bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, þar sem það segist ekki lengur geta haldið áfram að fjármagna þjónustuna sem Starlink hefur veitt í Úkraínu.

Gervihnattadiskar og breiðbandskerfi Starlink hafa komið sér vel fyrir úkraínska herinn þegar net- og símasamkerfi hafa eyðilagst í stríðinu við Rússa.

Loftnet Starlink.
Loftnet Starlink. AFP/Yasuyoshi Chiba

Musk tísti í gær að þjónustan í gegnum Starlink, sem er í eigu SpaceX, hafi kostað fyrirtækið 80 milljónir bandaríkjadala, eða um 11 milljarða króna, og að kostnaðurinn fari yfir 100 milljónir í lok þessa árs.

Núna þurfi bandaríska varnarmálaráðuneytið að stíga inn og taka fjármögnunina yfir, segir Musk, að því er CNN greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka