Björgunaraðgerðum lokið og 41 látinn

41 námuverkamaður lést í slysinu.
41 námuverkamaður lést í slysinu. AFP/Yasin Akgul

Alls lést 41 námuverkamaður í sprengingu í námu í bænum Amasra í norðvesturhluta Tyrklands í gær. Björgunaraðgerðum er nú lokið en síðasti verkamaðurinn fannst látinn í rústum námunnar fyrir stundu.

Talið er að sprengingin hafi orsakast af uppsöfnuðu metangasi í námunni og er um að ræða eitt mannskæðasta iðnaðarslys í Tyrklandi síðustu ár.

Ellefu eru á sjúkrahúsi, þar af einhverjir alvarlega slasaðir.
Ellefu eru á sjúkrahúsi, þar af einhverjir alvarlega slasaðir. AFP

110 námuverkamenn voru við vinnu í námunni þegar sprengingin varð, en 58 komust út að sjálfsdáðum eftir slysið. Að minnsta kosti ellefu liggja nú á sjúkrahúsi, þar af einhverjir alvarlega slasaðir.

AFP/Yasin Akgul
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert