Boðar skattahækkanir

Jeremy Hunt við Dowiningstræti 10 í gær.
Jeremy Hunt við Dowiningstræti 10 í gær. AFP/Isabel Infantes

Erfiðar ákv­arðanir verða tekn­ar „þvert á sviðið“ um skatta­mál og rík­is­út­gjöld sam­kvæmt Jeremy Hunt, nýj­um fjár­málaráðherra Bret­lands.

Hunt sagði í sam­tali við BBC að hækka þurfi suma skatta og draga þurfi úr ýms­um rík­is­út­gjöld­um. Þetta er þvert á þá stefnu sem Liz Truss, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur boðað og var kjör­in formaður Íhalds­flokks­ins út á. 

Hann seg­ir að boðuð lækk­un á há­tekju­skatti án fjár­mögn­un­ar hafi verið mis­tök sem nú sé verið að leiðrétta. 

Þá sagði hann að hann hæfi störf með hrein­an skjöld eft­ir að Truss lét Kwasi Kw­arteng gossa úr rík­is­stjórn sinni í gær. Áður var Jeremy Hunt ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, en var ekki í upp­haf­leg­um ráðherra­hópi í rík­is­stjórn Truss. 

Falla frá frosti

Sam­kvæmt frétta­flutn­ingi breska rík­is­út­varps­ins hef­ur Truss einnig fallið frá áform­um sín­um um að frysta skatta á fyr­ir­tæki, sem kynnt var 23. sept­em­ber í fjár­auka­lög­um, sem er önn­ur stór U-beygja frá boðuðum áform­um. 

Í viðtal­inu gef­ur Hunt í skyn að snúið verði al­farið frá þeirri hug­mynda­fræði sem Truss og Kw­arteng höfðu áður talað fyr­ir. 

„Skatt­ar munu ekki lækka í þeim mæli sem fólk hef­ur von­ast eft­ir, sum­ir skatt­ar munu hækka,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert