Einn er látinn og tveggja er saknað á grísku eyjunni Krít eftir að úrhellisrigning olli þar miklum flóðum.
Hinn látni, sem er karlmaður á sextugsaldri, var fastur í bíl sínum þegar byrjaði að rigna.
Líkt og sjá má á myndum olli rigningin miklu tjóni í þorpum við sjávarsíðuna.