Íbúa Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, hafa verið hvattir til að takmaka rafmagnsnotkun sína á kvöldin eftir að flugskeytaárás Rússa gerði tengivirki inn í borgina óvirkt.
BBC greinir frá.
Yfirvöld sögðu að rafmagni hafi verið komið á skömmu eftir að árásin varð. Þó hefur orkudreifing ríkisins kallað eftir að fólk spari rafmagnsnotkun sína á milli klukkan fimm síðdegis til ellefu á kvöldin svo koma megi í veg fyrir rafmagnsleysi.
Einn talsmanna forsetaembættisins, Kírílo Tímosjenkó, sagði að íbúar Sítomír, Tjerkasí og Tjérnív ættu einnig að spara rafmagn.
„Ef ráðleggingar okkar verða hundsaðar, munum við eiga í erfiðleikum og þurftum að taka fram kertin,“ varaði hann við á samskiptamiðlinum Telegram.