Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið í rútuslysi í Kólumbíu í dag. Fimmtán aðrir eru slasaðir, meðal þeirra er þriggja ára stúlka og átta ára drengur.
Slysið átti sér stað nálægt borginni Pasto.
Rannsakað er hvort bilanir hafi verið í bremsukerfi rútunnar en í bráðabirgðaskýrslu segir að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni eftir að hafa komið úr beygju á þokusvæði.
Alls tók það viðbragðsaðila frá lögreglu og slökkviliðum níu klukkustundir að stilla bifreiðinni upp og ná hinum látnu.