Tala látinna hækkar eftir námuslys

Að minnsta kosti 28 eru látnir eftir sprenginguna.
Að minnsta kosti 28 eru látnir eftir sprenginguna. AFP/Yasin Akgul

Talið er að um 15 námuverkamenn séu enn fastir ofan í námu í bænum í Amasara í Tyrklandi eftir að sprenging varð í námunni í gær. Að minnsta kosti 40 eru látnir eftir sprenginguna. Björgunarsveitarmenn vinna nú hörðum höndum að því að ná mönnum upp en aðstæður á svæðinu eru erfiðar.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í færslu á Twitter að vonir væru bundar við að tala látinna myndi ekki hækka.

AFP/Yasin Akgul

110 námuverkamenn voru við vinnu ofan í námunni þegar sprengingin varð en 58 komust út af sjálfsdáðum. 11 af þeim sem hefur verið bjargað liggja nú á sjúkrahúsi og einhverjir þeirra eru alvarlega slasaðir.

Talið er að sprengingin hafi orsakast vegna uppsafnaðs metangass í námunni, en um er að ræða eitt mannskæðasta iðnaðarslys í Tyrklandi síðustu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert