Bannon fái sex mánaða dóm

Steve Bannon í síðasta mánuði fyrir utan dómshús í New …
Steve Bannon í síðasta mánuði fyrir utan dómshús í New York. AFP/Alex Kent

Bandaríska dómsmálaráðuneytið óskaði eftir því við dómara að Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donalds Trumps, verði dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að neita að bera vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021.

Bannon, sem starfaði lengi fyrir fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var fundinn sekur í júlí í tveimur ákæruliðum um að vanvirða Bandaríkjaþing fyrir að virða að vettugi stefnu um að bera vitni.

Donald Trump ásamt þáverandi ráðgjafa sínum Steve Bannon í Hvíta …
Donald Trump ásamt þáverandi ráðgjafa sínum Steve Bannon í Hvíta húsinu árið 2017. AFP

Bandaríska dómsmálaráðuneytið krefst þess að Bannon fái sex mánaða fangelsisdóm og greiði 200 þúsund dollara sekt, eða tæpar 30 milljónir króna, fyrir að hafa ítrekað reynt að tefja málið með því að gefa í skyn að hann væri fús til samstarfs.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar þingnefndar vissi Bannon síðustu vikuna fyrir árásina um áætlun stuðningsmanna Trump um að ráðast á þinghúsið til að koma í veg fyrir að demókratinn Joe Biden yrði staðfestur sem næsti forseti Bandaríkjanna.

Niðurstöðurnar sýndu einnig að Bannon hefði barist fyrir því að þingið kæmi í veg fyrir að Biden, sem bar sigurorð af Trump í kosningunum í nóvember 2020, yrði forseti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka