Ulf Kristersson, formaður íhaldsflokksins Moderatarna, var kjörinn forsætisráðherra Svíþjóðar með naumum meirihluta á sænska þinginu í dag.
Kristersson verður þar með leiðtogi fyrstu ríkisstjórnar landsins sem verður í slagtogi með öfgaflokki þjóðernissinna, Svíþjóðardemókrötum.
Kristersson, sem er 58 ára, vann atkvæðagreiðsluna á þinginu með þriggja atkvæða mun eftir að hafa á föstudaginn tilkynnt um samstarf hægriblokkarinnar Moderatarna, Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins. Á þingi mun ríkisstjórnin njóta stuðnings Svíþjóðardemókrata, sem eru andsnúnir innflytjendum.
„Ég er þakklátur og ánægður með traustið sem ég hef fengið frá þinginu og einnig þó nokkuð auðmjúkur vegna verkefnanna sem eru framundan,“ sagði Kristersson á blaðamannafundi.
Búist er við að hann kynni hverjir skipa nýju ríkisstjórnina á morgun.