Rússar afhentu 108 kvenkyns fanga

Fangarnir sem um ræðir.
Fangarnir sem um ræðir. AFP

Yfirvöld í Úkraínu tilkynntu í dag að fangaskipti milli Úkraínu og Rússlands hefðu farið fram. Fangarnir, sem voru 108 í heild, voru allir kvenkyns.

„Umfangsmikil fangaskipti fóru fram í dag. Við frelsuðum 108 konur úr haldi,“ sagði Andrei Yermak, starfsmannastjóri forsetaembættis Úkraínu, á samfélagsmiðlum.

Sumar kvennanna voru mæður og dætur sem voru látnar halda hópinn. Af þeim 108 höfðu 37 verið teknar við stál­verk­smiðjuna Asovstal í Maríupol. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka