Truss biðst afsökunar

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands.
Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist afsökunar á því að hafa „gengið of langt, of hratt,“ með umbótum sem ríkisstjórn hennar boðaði til, en þau fólu t.a.m. í sér umfangsmiklar skattalækkanir.

Það leiddi til þess að gengi breska pundsins lækkaði allmikið. Kwasi Kw­arteng, sem gegndi embætti fjár­málaráðherra Bret­lands frá 6. sept­em­ber, var í framhaldinu vikið úr embætt­inu.

Truss ætlar sér hins vegar að vera áfram leiðtogi breska íhaldsflokksins. „Ég vil taka ábyrgð og biðjast afsökunar á þeim mistökum sem hafa orðið, við fórum of langt of hratt,“ sagði hún í samtali við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert