Varar Ísrael við að útvega Úkraínu vopn

Medvedev (til vinstri) í St. Pétursborg í síðustu viku.
Medvedev (til vinstri) í St. Pétursborg í síðustu viku. AFP/Yekaterina Shtukina/Sputnik

Dímítrí Medvedev, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Rússlands, hefur varað Ísraela við því að útvega Úkraínumönnum vopn.

Hann segir að slíkt myndi skaða mjög tengsl á milli landanna tveggja.

„Ísrael virðist ætla að útvega stjórnvöldum í Kænugarði vopn. Þetta er mjög kærulaus ákvörðun. Þetta myndi eyðileggja öll tengsl á milli landanna,“ sagði Medvedev á Telegram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka