Flugskeytaárás á orkuinnviði í morgun

Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. AFP/Yasuyoshi Chiba

Þrjú flugskeyti hæfðu orkuinnviði í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í morgun, að sögn Kíríló Tímósjenkó, talsmanni forsetaembættisins.

Ekki liggur fyrir hvaða áhrif árásin kann að hafa á heimili í höfuðborginni en rafmagnsleysi hefur hrjáð hundruð úkraínskra bæja og þorpa vegna flugskeyta- og drónaárása Rússa í gær.

Að minnsta kosti fjórir létust í Kænugarði eftir að einn dróninn lenti á íbúðarhúsi í miðborginni. Bjarga þurfti 19 úr rústum byggingarinnar.

Í yfirlýsingu rússneska hersins í gær sagði að hann hefði hitt öll skotmörk sín og að hárnákvæmum og langdrægum vopnum hefði verið beitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert