Yngsti ráðherrann í sögu Svíþjóðar

Romina Pourmokhtari fyrir framan sænska þingið í morgun.
Romina Pourmokhtari fyrir framan sænska þingið í morgun. AFP/Jonathan Nackstrand

Yngsti ráðherrann í sögu Svíþjóðar verður hluti af nýrri ríkisstjórn landsins, en tilkynnt var um ráðherraskipan í morgun.

Romina Pourmokhtari, 26 ára, tekur við sem loftslags- og umhverfisráðherra Svíþjóðar en hún var áður formaður ungliðadeildar Frjálslynda flokksins.

Pourmokhtari hafði áður gagnrýnt ákvörðun Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, um að starfa með öfgaflokki þjóðernissinna, Svíþjóðardemókrötum, en fjölskylda hennar er af írönskum uppruna. 

„Ulf Kristersson án SD – engin spurning. Ulf Kristersson með SD – nei takk,“ skrifaði hún á Twitter árið 2020.

Romina Pourmokhtari (í miðjunni).
Romina Pourmokhtari (í miðjunni). AFP/Jonathan Nackstrand
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert