Suella Braverman sagði af sér sem innanríkisráðherra Bretlands í dag eftir að hafa notað einkatölvupóst sinn til að senda opinbert skjal til samstarfsmanns síns.
Þegar Braverman sagði af sér nýtti hún tækifærið til að gagnrýna Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands. Braverman sagði til dæmis að hún hefði miklar áhyggjur af því að Truss væri að brjóta loforð í stefnuskrá Íhaldsflokksins.
„Að láta eins og við höfum ekki gert mistök og halda áfram eins og ekki ekkert hafi í skorist og vona bara að hlutirnir lagist fyrir töfra eru ekki alvöru stjórnmál,“ sagði Braverman í kjölfar uppsagnar sinnar.
Truss skipaði Grant Shapps sem innanríkisráðherra í stað Braverman en Shapp hafði áður stutt Rishi Sunak til leiðtoga Íhaldsflokksins fram yfir Truss.