Rússnesk stjórnvöld hyggjast flytja á brott íbúa í borginni Kerson í suðurhluta Úkraínu.
Sergei Surovikin, sem fer fyrir aðgerðum rússnesku hersveitanna í Úkraínu, segir ástandið í borginni erfitt. Úkraínski herinn væri að skjóta niður innviði og húsnæði, en að rússneski herinn myndi tryggja öruggan brottflutning. BBC greinir frá.
Kírill Stremúsov, ríkisstjóri í Kerson sem Rússar skipuðu, segir ekki ólíklegt að her Úkraínu myndi í náinni framtíð gera árás á borgina.
„Vinsamlegast takið orð mín alvarlega, ég er að tala um að rýma eins fljótt og auðið er,“ skrifaði Stremúsov á Telegram, og bætti við að íbúar við vesturbakka Dnípró væri í mestri hættu.
Kerson var fyrsta stórborgin til að falla í hendur Rússa snemma í stríðinu og er Kerson-héraðið jafnframt eitt þeirra fjögurra héraða sem rússnesk stjórnvöld innlimuðu ólöglega í síðasta mánuði.
Hersveitir Úkraínumanna hafa nú endurheimt landsvæði í grennd við borgina á síðustu vikum.