Ísraelar ætla ekki að senda Úkraínumönnum vopn. Þetta sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, í morgun.
Fyrir tveimur dögum vöruðu Rússar Ísraela við því að senda vopn til Úkraínu. Sögðu þeir að slík ákvörðun myndi skaða mjög samskipti landanna tveggja.
„Stefna okkar gagnvart Úkraínu mun ekki breytast – við höldum áfram að styðja við bakið á og standa með Vesturlöndum, við ætlum ekki að útvega vopnakerfi,“ sagði Gantz á fundi með sendiherrum ESB, að því er kom fram í yfirlýsingu frá ráðuneyti hans.