Spænska lögreglan fann nýfætt barn sem hafði verið rænt af fæðingadeild sjúkrahúss í borginni Bilbao og handtók í kjölfarið konuna sem var að verki, dulbúin sem hjúkrunarkona.
Barnið, sem var tekið af sjúkrahúsinu Basurto í gærkvöldi, fannst snemma í morgun „við góða heilsu“, að sögn lögreglunnar.
Nýburinn fannst við dyraþrep íbúðar í íbúðahverfi borgarinnar, sem er í norðurhluta Spánar.
„Hún skildi barnið eftir þar,“ sagði lögreglan um meinta mannræningjann og bætti við að 24 ára konan hafi hringt bjöllunni í íbúðinni áður en hún dreif sig í burtu.
Kona var handtekin þó nokkrum klukkustundum síðar í öðru hverfi borgarinnar.
Að sögn lögreglunnar hafði konan reynt að ræna öðrum börnum á sjúkrahúsinu þetta kvöld með því að reyna að gabba mæðurnar en hafði ekki erindi sem erfiði.