Niðurstaðan mun liggja fyrir eftir viku

Rishi Sunak er einn þeirra sem gæti tekið við embættinu …
Rishi Sunak er einn þeirra sem gæti tekið við embættinu af Liz Truss. AFP

Kosið verður um nýj­an leiðtoga breska Íhalds­flokks­ins inn­an viku. Þangað til nýr leiðtogi hef­ur verið kjör­inn verður Truss áfram í embætti.

Gra­ham Bra­dy, formaður stjórnar breska Íhaldsflokksins, svokallaðrar 1922-nefnd­ar, býst við að niðurstaða um næsta leiðtoga liggi fyrir á föstudaginn eftir viku. Hann býst við því að meðlimir Íhaldsflokksins verði með þegar nýr leiðtogi verður valinn en það er BBC sem greinir frá.

Hver gæti orðið næsti forsætisráðherra?

Um leið og Truss sagði af sér hófust vangaveltur um hver verði næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands.

Fyrrum keppinautur hennar í kjöri á leiðtoga Íhaldsflokksins, Rishi Sunak, er efstur af þeim sem mun mögulega taka við embættinu en á eftir honum er Penny Mordaunt og þar næstur Ben Wallace, varnarmálaráðherra.

Jeremy Hunt fjármálaráðherra hefur nú þegar sagt að hann muni ekki leitast eftir embættinu en fyrrverandi forsætisráðherra, Boris Johnson, er númer fjögur yfir þá sem þykja líklegir til að taka við embættinu.

Undirbýr framboð einungis sex vikum eftir að hafa látið af embætti

Boris Johnson, sem lét af embætti fyrir aðeins sex vikum, gæti tekið þátt í komandi leiðtogakeppni Íhaldsflokksins. Þetta er einungis sex vikum eftir að hann sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í júlí í kjölfar fjölda hneykslismála. Bæði Times og Daily Telegraph greina frá því að hann búi sig nú undir að bjóða sig aftur fram.

Times greinir frá því að Johnson telji þetta snúast um „þjóðarhagsmuni“.

Telur aðra raunhæfari möguleika en Johnson

John Curtice, pró­fess­or við Str­at­hclyde-há­skóla, segir mikilvægt að fólk muni að Boris Johnson standi enn frammi fyrir rannsókn á því hvort hann hafi vísvitandi afvegaleitt almenning í tengsl­um við veislu­höld í Down­ingstræti á meðan strang­ar sótt­varn­a­regl­ur voru í gangi vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Hann segir að þingmenn Íhaldsflokksins gætu verið á varðbergi að fá hann aftur í embættisstól og lenda síðan í nákvæmlega sömu deilum um heiðarleika Johnson sem þeir héldu að þeir væru lausir við.

Hann telur að Rishi Sunak, Penny Mordaunt og Suella Baverman séu raunhæfari möguleikar á að verða næsti forsætisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert