Mordaunt býður sig fram til formanns

Penny Mordaunt, fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands og þingmaður …
Penny Mordaunt, fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands og þingmaður Íhaldsflokksins, AFP

Penny Mordaunt, fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands og þingmaður Íhaldsflokksins, hefur gefið kost á sér sem formaður flokksins í komandi vali þingflokksins á nýjum leiðtoga.

Þetta tilkynnti hún fyrir skömmu.

Mordaunt var ein þriggja sem lengst komust síðast þegar nýr formaður var valinn, en hún Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra og Liz Truss, sem síðar varð formaður og nýr forsætisráðherra fyrir flokkinn, voru þau þrjú sem lengst komust í atkvæðagreiðslum þingmanna.

Þegar þingmenn greiddu atkvæði um síðustu fjóra fékk Sunak  118 at­kvæði, Mor­daunt fékk 92 at­kvæði og Truss 86 at­kvæði.

Þegar þau þrjú stóðu eftir var Sunak var enn á ný efst­ur með 137 at­kvæði en Truss hlaut 113 at­kvæði. Mor­daunt fékk þá fæst at­kvæði, 105 tals­ins og datt úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka