Rishi Sunak, fyrrum keppinautur Liz Truss í kjöri á leiðtoga Íhaldsflokksins, hefur náð þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem til þarf til þess að geta boðið sig fram til leiðtogakjörs. Tobias Ellwood er sá sem kom Sunak yfir þröskuldinn, en þingmenn flokksins verða að lágmarki að hafa 100 meðmælendur til þess að eiga kost á því að bjóða sig fram.
Sunak mun sjálfkrafa verða leiðtogi Íhaldsflokksins og í senn forsætisráðherra ef mótframbjóðendur, þ.e. Penny Mordaunt og mögulega Boris Johnson, ná ekki 100 meðmælendum. Johnson hefur enn sem komið er ekki útilokað þátttöku sína.