Þingmaður segir af sér vegna kynferðisbrots

Chris Matheson.
Chris Matheson. AFP

Breskur þingmaður úr Verkamannaflokknum hefur sagt af sér embætti eftir að sjálfstæð nefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi hegðað sér á óæskilegan hátt gagnvart konu í starfsliði hans.

Chris Matheson hafði áður viðurkennt „minniháttar brot“ gagnvart konunni.

Í niðurstöðu nefndarinnar kom fram að Matheson hafi haft uppi „óvelkomna kynferðislega tilburði“ gagnvart ungu konunni, sem var undirmaður hans í starfsliðinu.

Á meðal brota hans voru að bjóða henni í einkaferð til Gíbraltar með „kynferðislegu undirlagi“ og tilraun til að kyssa hana eftir kvöldverð sem tengdist vinnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert