Bannon hlaut fjögurra mánaða dóm

Steve Bannon.
Steve Bannon. AFP/Brendan Smialowski

Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donalds Trumps, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að neita að bera vitni hjá þingnefnd vegna rannsóknar á árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra.

Bannon var einn þeirra sem stóðu á bak við kosningaherferð Trumps vegna forsetakosninganna árið 2016 og sigur hans.

Bannon var fundinn sekur í tveimur ákæruliðum fyrir vanvirðingu við þingið. Hann var jafnframt sektaður um 6.500 dollara, eða hátt í eina milljón íslenskra króna.

Dómari leyfði honum að vera frjáls ferða sinna á meðan hann vinnur í áfrýjun sinni sem lögmenn hans segja „skothelda“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert