Flugskeytaárásir á orkuinnviði halda áfram

Maður tekur ljósmyndir við ónýta byggingu í bænum Líman í …
Maður tekur ljósmyndir við ónýta byggingu í bænum Líman í Dónetsk-héraði í austurhluta Úkraínu í gær. AFP/Dimitar Dilkoff

Rússar gerðu árásir á orkuinnviði í vesturhluta Úkraínu í morgun, að sögn úkraínsku orkuveitunnar Ukrenergo.

Embættismenn á þó nokkrum svæðum í Úkraínu hafa greint frá rafmagnsleysi í kjölfar árásana.

Rússar „héldu áfram enn einni flugskeytaárásinni á helstu orkumiðstöðvar vesturhluta Úkraínu. Umfang skaðans er álíka mikið eða meira en afleiðingarnar af völdum árása 10. til 12. október,“ sagði Ukrenergo á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert