Fyrrverandi forseti Kína fjarlægður úr salnum

Forsetinn Xi Jinping (til hægri) sigur við hliðina á forsætisráðhreranum …
Forsetinn Xi Jinping (til hægri) sigur við hliðina á forsætisráðhreranum Li Keqiang á meðan Hu Jianto er leiddur í burtu. AFP/Noel Celis

Fyrrverandi forseti Kína, Hu Jintao, var óvænt leiddur út af þingi kínverska kommúnistaflokksins á meðan á lokaathöfn þess stóð.

Engar útskýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi Hu og virtust þeir sem ritskoða á vegum ríkisins hafa fjarlægt allar nýlegar vísarnir í hann af netinu.

Hu, sem er 79 ára, virtist ekki vilja yfirgefa þingið, þar sem hann sat í fremstu röð við hliðina á forsetanum Xi Jinping.


 

Eftir að reynt hafði verið að lyfta honum upp úr sætinu, án árangurs, var Hu leiddur út úr salnum eftir að hann hafði rætt stuttlega við Xi og forsætisráðherrann Li Keqiang.

Xi Jinping horfir á þegar Hu Jianto er leiddur í …
Xi Jinping horfir á þegar Hu Jianto er leiddur í burtu. AFP/Noel Celis

Þingið, sem stóð yfir í viku, var að mestu haldið fyrir luktum dyrum. Uppákoman með Hu varð skömmu eftir að blaðamönnum var hleypt inn til að fjalla um lokaathöfnina.

Skömmu síðar samþykktu 2.300 fulltrúar þingins einróma ályktun um að styðja Xi sem leiðtoga landsins.

„Við vitum enn ekki hvað olli hegðun Hu, hvort hann hafi verið á móti valdi Xi eða hvort þetta hafi verið illa tímasett augnablik eldri borgara,“ sagði Neil Thomas, sérfræðingum í málefnum Kína.

AFP/Noel Celis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert