Skutu 36 flugskeytum – milljón heimili án rafmagns

Volodimír Selenskí.
Volodimír Selenskí. AFP

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, seg­ir að Rúss­ar hafi gert „gríðar­mikla árás“ á Úkraínu í nótt. Fregn­ir bár­ust af því í morg­un að flug­skeyta­árás­ir hafi verið gerðar á innviði lands­ins, sem leiddu til raf­magns­leys­is víða.

„Árás­araðil­inn held­ur áfram að hrella landið okk­ar. Í nótt gerði óvin­ur­inn gríðar­mikla árás: 36 flug­skeyti, sem flest voru skot­in niður...Þetta eru grimmi­leg­ar árás­ir á mik­il­væga innviði. Þetta eru týpísk­ar aðferðir hryðju­verka­manna,“ sagði Selenskí á sam­fé­lags­miðlum.

Yfir ein millj­ón heim­ila í Úkraínu er án raf­magns eft­ir árás­ir Rússa víðs veg­ar um landið, að sögn starfs­manns úkraínska for­seta­embætt­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert