Yfirvöld á Spáni hyggjast senda fjórtán herþotur til Búlgaríu og Rúmeníu, í því augnamiði að styrkja stöðu Atlantshafsbandalagsins í austurhluta Evrópu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Spánar. Sex herþotur af gerðinni Eurofighter, ásamt 130 hermönnum, verða sendar til Búlgaríu um miðjan nóvembermánuð, og verða þar fram í desember. Ætlunin er að þjálfa upp herinn í Búlgaríu.
Þá verða átta þotur af gerðinni F18M, sendar, auk 130 starfsmönnum flughersins, til Rúmeníu. Verða þeir með aðsetur þar frá og með desember, til marsmánaðar 2023.
Er þetta þáttur í viðbragðs- og fælingarstefnu Atlantshafsbandalagsins.