Boris gefur ekki kost á sér

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að gefa kost …
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að gefa kost á sér. JUSTIN TALLIS

Bor­is John­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur til­kynnt að hann muni ekki sækj­ast eft­ir því að leiða breska Íhalds­flokk­inn og þar af leiðandi taka við for­sæt­is­ráðherra­stóln­um á ný. 

Í til­kynn­ingu nú í kvöld sagði John­son að þrátt fyr­ir að hafa nægi­lega marga stuðnings­menn inn­an þings­ins til þess að bjóða sig fram, hafi hann ákveðið að gera það ekki. Sagðist hann hafa 102 stuðnings­menn inn­an þings­ins, en til að geta boðið sig fram þarf að hafa 100 stuðnings­menn.

John­son sagði að á þess­um tíma­punkti væri það ekki rétt skref fyr­ir hann að bjóða sig fram. Sagði hann ástæðuna vera að það væri ekki hægt að stýra rík­is­stjórn með góðu móti án sam­ein­ing­ar í þing­inu.

Var hann mjög sig­urviss í yf­ir­lýs­ingu sinni og sagði að ef hann byði sig fram gæti vel verið að hann væri kom­inn aft­ur á Down­ingstræti 10 á föstu­dag.

Þó John­son seg­ist hafa tryggt sér stuðning 102 þing­manna, höfðu aðeins 57 op­in­ber­lega lýst yfir stuðningi við for­sæt­is­ráðherr­ann fyrr­ver­andi. 

147 styðja Sunak

Ris­hi Sunak, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra Bret­lands, til­kynnti í dag að hann ætlaði bjóða sig fram til for­mennsku í flokkn­um. Hann hef­ur nú þegar tryggt sér stuðning yfir 147 þing­manna. 

Penny Mor­daunt, fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra og fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherra Bret­lands og þingmaður Íhalds­flokks­ins, hef­ur einnig gefið kost á sér en sam­kvæmt nýj­ustu taln­ingu hef­ur hún aðeins tryggt sér stuðning 24 þing­manna. 

Fram­bjóðend­ur hafa frest til klukk­an 14 að bresk­um tíma á morg­un til að bjóða sig fram til for­manns og tryggja sér stuðning í það minnsta 100 þing­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert