Fellibylurinn Roslyn er skollinn á vesturströnd Mexíkó, en óveðrið skall á nálægt smábænum Santa Cruz í Nayarit-ríki klukkan hálf sex í morgun að staðartíma.
Bandaríska fellibyljamiðstöðin og veðurstofa Mexíkó hafa varað við lífshættulegum stormbyljum með verulegum flóðum og allt að sex metra háum öldum meðfram ströndinni.
Nokkrum klukkustundum áður en Roslyn skall á strönd Mexíkó var fellibylurinn lækkaður úr fjórða flokks stormi í þriðja flokks storm.
Yfirvöld hafa gefið út viðvaranir í strandríkjunum Jalisco, Nayarit, Sinaloa og Las Islas Marias.
Mikill vindur og éljagangur skall á bæinn Puerto Vallarta í Jalisco-ríki í morgun, þar sem búa um 220 þúsund manns. Í bænum Bucerias í Nayarit-ríki hefur rigningin breytt sumum vegum í ár.