Fellibylurinn skollinn á Mexíkó

Flóð er víða á götum í Puerto Vallarta eftir að …
Flóð er víða á götum í Puerto Vallarta eftir að fellibylurinn skall á. AFP/Alfredo Estrella

Fellibylurinn Roslyn er skollinn á vesturströnd Mexíkó, en óveðrið skall á nálægt smábænum Santa Cruz í Nayarit-ríki klukkan hálf sex í morgun að staðartíma.

Bandaríska fellibyljamiðstöðin og veðurstofa Mexíkó hafa varað við lífshættulegum stormbyljum með verulegum flóðum og allt að sex metra háum öldum meðfram ströndinni.

Vörubílar eru fastir á veginum milli Nayarit-ríkis og Puerto Vallarta …
Vörubílar eru fastir á veginum milli Nayarit-ríkis og Puerto Vallarta í Jalisco-ríki. AFP/Alfredo Estrella

Nokkrum klukkustundum áður en Roslyn skall á strönd Mexíkó var fellibylurinn lækkaður úr fjórða flokks stormi í þriðja flokks storm.

Yfirvöld hafa gefið út viðvaranir í strandríkjunum Jalisco, Nayarit, Sinaloa og Las Islas Marias.

Í Puero Vallarta búa um 220 þúsund manns.
Í Puero Vallarta búa um 220 þúsund manns. AFP/Alfredo Estrella

Mikill vindur og éljagangur skall á bæinn Puerto Vallarta í Jalisco-ríki í morgun, þar sem búa um 220 þúsund manns. Í bænum Bucerias í Nayarit-ríki hefur rigningin breytt sumum vegum í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert