Logið um samskipti við Rússa

Rör Nord Stream-leiðslunnar áttu að „þola allt“. Það reyndust þau …
Rör Nord Stream-leiðslunnar áttu að „þola allt“. Það reyndust þau ekki gera og nú er komið í ljós að eldsneytiseftirlitsstofnanir Noregs og Rússlands funduðu, meðal annars um öryggi gasleiðslanna, rétt fyrir innrás Rússa í Úkraínu en norska stofnunin kvað enga fundi hafa átt sér stað síðan í desember 2020. Ljósmynd/Wikipedia.org/Pedant01

Norska eldsneytis­eft­ir­litið, Petroleumstil­synet, full­yrti við þarlenda rík­is­út­varpið NRK að það hefði ekki haft nein sam­skipti við rúss­neska syst­ur­stofn­un, Rostek­hna­dzor, frá því í des­em­ber 2020. Annað kom í ljós við eft­ir­grennsl­an.

Reynd­ust stofn­an­irn­ar hafa fundað í des­em­ber 2021 um aðgerðir til að tryggja ör­yggi gas- og annarra eldsneyt­is­leiðslna, þar á meðal á hafs­botni, er þykir í meira lagi kald­hæðnis­legt í ljósi nýliðinna at­b­urða á botni Eystra­salts í sept­em­ber­lok.

Var fund­ur­inn 2021 hald­inn þegar Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti var tek­inn að raða herafla sín­um upp við úkraínsku landa­mær­in með vænt­an­lega inn­rás í ná­granna­landið í huga.

„Þessi fag­legi fund­ur [í des­em­ber 2021] hef­ur farið und­ir radar­inn hjá okk­ur þegar við svöruðum ykk­ur fyrst,“ seg­ir Ei­leen Brund­t­land, upp­lýs­inga­full­trúi eldsneytis­eft­ir­lits­ins, í tölvu­pósti til NRK.

„Nú er ég al­deil­is bit“

Hef­ur rík­is­út­varpið fund­ar­gerð frá téðum fundi und­ir hönd­um þar sem meðal ann­ars var rætt um lok­an­ir olíu­brunna á hafs­botni er væru að ljúka vinnslu­tíma­bili sínu. Var þar rætt að norska eft­ir­lits­stofn­un­in byði full­trú­um rúss­nesku stofn­un­ar­inn­ar til norsku olíu­höfuðborg­ar­inn­ar Stavan­ger til að ræða mál­in enn frem­ur.

„Nú er ég al­deil­is bit,“ seg­ir Åse Gilje Østen­sen, rann­sak­andi við norska sjó­her­skól­ann og bæt­ir við: „Eldsneytis­eft­ir­litið gat vissu­lega ekki vitað á þess­um tíma af skemmd­ar­verk­un­um sem síðar voru unn­in á gas­leiðsl­un­um, en það hefði ekki þurft að fara gegn­um mikið af áhættumati norsku leyniþjón­ust­unn­ar til að átta sig á að við þurf­um að gæta að okk­ur á þess­um vett­vangi og ekki deilda mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um. Þetta var ekki tím­inn fyr­ir sam­starf af þessu tagi.“

Minn­ir hún á að Rúss­ar hafi tekið að nota gas og flutn­ings­leiðir þess sem kúg­un­ar­tæki gagn­vart Úkraínu þegar árið 2006. Þá hefði mátt vera ljóst að því sama hefði mátt beita gegn Nor­egi. Ekki þýði að vera með ein­hvern barna­skap þegar litið sé til þeirra sem hafi tögl­in og hagld­irn­ar í Kreml.

Ótt­ast af­leiðing­arn­ar

Krefst Østen­sen þegar allra upp­lýs­inga um málið upp á borð. „Við get­um ekki búið við að sum­ar rík­is­stofn­an­ir dæli út upp­lýs­ing­um á meðan aðrar reyna að halda þeim leynd­um. Her og lög­regla búa sig und­ir aukið viðbúnaðarstig á meðan stofn­an­ir á borð við þessa [eldsneytis­eft­ir­litið] deila hverju sem er. Þess­ar stofn­an­ir þurfa að hafa sam­ráð. Þær þurfa að skilja hvað er að ger­ast í ör­ygg­is­mál­um,“ seg­ir hún enn frem­ur.

Kirsti Bergstø, vara­formaður Sósíal­íska vinstri­flokks­ins, SV, bregst harka­lega við tíðind­um af des­em­ber­f­und­in­um í fyrra. „Ég ótt­ast af­leiðing­ar þess sem NRK hef­ur af­hjúpað,“ seg­ir hún og krefst þess að þing­nefnd saumi að vinnu­málaráðherra og krefji hann svara um málið.

Brund­t­land upp­lýs­inga­full­trúi kveður eldsneytis­eft­ir­litið hins veg­ar hafa farið að öll­um verklags­regl­um. „Áhætt­an á þess­um vett­vangi hef­ur um langt skeið verið mik­il og við höld­um ár­vekni okk­ar hvað iðnaðarnjósn­ir og hætt­una af þeim snert­ir. Eins höf­um við stíf­ar regl­ur sem snúa að því hvaða upp­lýs­ing­ar eru gerðar op­in­ber­ar,“ seg­ir hún.

NRK

NRKII (fund­ur­inn 2020)

NRKIII (hörð viðbrögð)

NRKIV (Nord Stream-leiðslan átti að „þola allt“)

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert