Roslyn nálgast vesturströnd Mexíkó

Gervihnattamynd sem tekin var í gær sýnir fellibylinn Roslyn nálgast …
Gervihnattamynd sem tekin var í gær sýnir fellibylinn Roslyn nálgast vesturströnd Mexíkó. AFP

Sam­fé­lög meðfram vest­ur­strönd Mexí­kó búa sig nú und­ir að felli­byl­ur­inn Ros­lyn gangi þar yfir. Gert er ráð fyr­ir að hann skelli á strönd Naya­rit-rík­is í dag.

Felli­byl­ur­inn er skráður sem þriðja flokks storm­ur og hef­ur banda­ríska felli­byljamiðstöðin (NHC) varað við mögu­leg­um skyndiflóðum, skriðuföll­um og skaðleg­um vind­um.

Ros­lyn var í morg­un um 130 kíló­metr­um suðvest­ur af borg­inni Tepic í Naya­rit-ríki, með há­marks viðvar­andi vindi upp á 55 metra á sek­úndu og færðist hann norður á um 7 m/​s, að því er NHC greindi frá. 

Sandpokum hefur verið komið fyrir til að vernda inngang verslunarmiðstöðvar …
Sand­pok­um hef­ur verið komið fyr­ir til að vernda inn­gang versl­un­ar­miðstöðvar í Jalisco-ríki. AFP/​Al­fredo Estrella

Ná­læg strand­ríki búa sig einnig und­ir vænt­an­leg­an felli­byl.

Victor Hugo Rold­an, for­stjóri al­manna­varna í Jalisco-ríki, sagði í gær að nokk­ur hundruð manns hefðu verið flutt­ir brott frá bæn­um La Hu­erta. Flest­ir hafi farið á heim­ili ætt­ingja sinna, en aðrir leituðu skjóls í neyðar­skýl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert