Rússnesk herþota hrapaði á byggingu

Slysið varð í borginni Irkutsk í Síberíu.
Slysið varð í borginni Irkutsk í Síberíu. Kort/Google

Tveir flugmenn fórust þegar rússnesk herþota hrapaði á tveggja hæða byggingu í borginni Irkutsk í Síberíu.

Um reynsluflug var að ræða, að sögn ríkisstjóra.

„Báðir flugmennirnir fórust. Engir íbúar á svæðinu slösuðust....Su-flugvélin var í reynsluflugi,“ sagði Igor Kobzev ríkisstjóri.

Í myndum frá vettvangi sást mikil reykur stíga upp til himins, auk þess sem slökkviliðsmenn voru að störfum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert