Segjast hafa eyðilagt 100 þúsund tonn af eldsneyti

Úkraínskir hermenn á ferðinni í borginni Kupiansk, skammt frá héraðinu …
Úkraínskir hermenn á ferðinni í borginni Kupiansk, skammt frá héraðinu Karkív. AFP/Yashuyoshi Chiba

Rússar segjast hafa eyðilagt stað í Úkraínu þar sem 100 þúsund tonn af flugvélaeldsneyti voru geymd.

„Eldsneytisgeymsla var eyðilögð skammt frá þorpinu Smila í Cherkasy-héraði, þar sem meira en 100 þúsund tonn af flugvélaeldsneyti fyrir úkraínskar hersveitir voru geymd,“ sagði í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert