Rússar segjast hafa eyðilagt stað í Úkraínu þar sem 100 þúsund tonn af flugvélaeldsneyti voru geymd.
„Eldsneytisgeymsla var eyðilögð skammt frá þorpinu Smila í Cherkasy-héraði, þar sem meira en 100 þúsund tonn af flugvélaeldsneyti fyrir úkraínskar hersveitir voru geymd,“ sagði í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu.