Sjaldgæf sjón: Rauð norðurljós

Rauð norðurljós sáust við heimskautsbaug í Finnlandi í gærkvöldi, laugardagskvöldið 22. október. Rauð norðurljós eru mjög sjaldgæf sjón, þá sérstaklega að þau sjáist með berum augum. 

Algengasti litur norðurljósanna er grænn, en stundum sjást bleikir og dökkrauðir litir í norðurljósunum, en þeir eru framkallaðir af nitursameindum í um 100 kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Rauðir litir, eins og sjást á myndbandinu frá Finnlandi verða til í um 300 til 400 kílómetra hæð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert