Stofnandi Red Bull er látinn

Dietrich Mateschitz árið 2017.
Dietrich Mateschitz árið 2017. AFP/Herbert Beubauer

Dietrich Mateschitz, stofn­andi Red Bull, lést í gær, 78 ára gam­all. Hann var þekkt­ur fyr­ir að hafa gert orku­drykk­inn vin­sæl­an víða um heim og fyr­ir að hafa búið til sig­urlið í Formúlu 1-kapp­akstr­in­um.

Fyr­ir­tækið Red Bull sagðist í yf­ir­lýs­ingu vera sorg­mætt yfir dauða aust­ur­ríska millj­arðamær­ings­ins en einnig þakk­lát vegna ár­ang­urs hans.

Mateschitz, sem var hlé­dræg­ur maður sem veitti sára­fá viðtöl, tók orku­drykk sem þegar hafði náð vin­sæld­um í Asíu og aðlagaði hann að vest­ræn­um markaði með mögnuðum ár­angri.

Dietrich Mateschitz árið 2015.
Dietrich Mateschitz árið 2015. AFP/​Erw­in Scher­iau

Fyrr á þessu ári var hann sagður af tíma­rit­inu For­bes vera rík­asta mann­eskja Aust­ur­rík­is með eig­ur sem metn­ar eru á 27,4 millj­arða doll­ara.

Auk þess að fjár­festa í Formúlu 1-kapp­akstr­in­um keypti Red Bull knatt­spyrnu­fé­lag aust­ur­rísku borg­ar­inn­ar Salzburg árið 2005 og eft­ir það þýska liðið Leipzig. Bæðið liðin hafa átt góðu gengi að fagna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert