Dietrich Mateschitz, stofnandi Red Bull, lést í gær, 78 ára gamall. Hann var þekktur fyrir að hafa gert orkudrykkinn vinsælan víða um heim og fyrir að hafa búið til sigurlið í Formúlu 1-kappakstrinum.
Fyrirtækið Red Bull sagðist í yfirlýsingu vera sorgmætt yfir dauða austurríska milljarðamæringsins en einnig þakklát vegna árangurs hans.
Mateschitz, sem var hlédrægur maður sem veitti sárafá viðtöl, tók orkudrykk sem þegar hafði náð vinsældum í Asíu og aðlagaði hann að vestrænum markaði með mögnuðum árangri.
Fyrr á þessu ári var hann sagður af tímaritinu Forbes vera ríkasta manneskja Austurríkis með eigur sem metnar eru á 27,4 milljarða dollara.
Auk þess að fjárfesta í Formúlu 1-kappakstrinum keypti Red Bull knattspyrnufélag austurrísku borgarinnar Salzburg árið 2005 og eftir það þýska liðið Leipzig. Bæðið liðin hafa átt góðu gengi að fagna.
We are saddened to hear of the death of Dietrich Mateschitz
— Formula 1 (@F1) October 22, 2022
The co-founder of Red Bull made an unforgettable contribution to F1, and leaves a lasting legacy pic.twitter.com/ZuBxwY5CzS