Átján ára grunaðir um manndráp

Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana í Stokkhólmi og …
Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana í Stokkhólmi og sitja nú þrír 18 ára gamlir í haldi lögreglu vegna málsins. norden.org

Þrír 18 ára gaml­ir menn frá Eskilstuna í Svíþjóð sitja í haldi lög­reglu, grunaðir um mann­dráp og einn þeirra auk þess um vopna­laga­brot eft­ir að 21 árs gam­all maður var skot­inn til bana í bif­reið í eða ná­lægt Björk-göng­un­um í suður­hluta Stokk­hólms síðdeg­is á fimmtu­dag. Fannst maður­inn lát­inn í göng­un­um.

Veltu sænsk­ir fjöl­miðlar vöng­um yfir því um tíma hvort um slysa­skot hefði verið að ræða, en Daniel Jons­son, ákæru­valds­full­trúi lög­regl­unn­ar, vís­ar því nú á bug. Voru þre­menn­ing­arn­ir hand­tekn­ir skömmu eft­ir at­b­urðinn ekki langt frá vett­vangi og er einn þeirra, sem fyrr seg­ir, grunaður um brot á vopna­lög­um auk mann­dráps.

Gatna­lok­an­ir á há­anna­tíma

„Kring­um­stæðurn­ar eru þær að við tengj­um hann við vopn,“ seg­ir Jons­son við sænska rík­is­út­varpið SVT en vill þó ekki geta þess um hvers kon­ar vopn þar sé að ræða. Varð at­b­urður­inn á há­anna­tíma í síðdeg­is­um­ferðinni og varð mikið öngþveiti þegar lög­regla lokaði fyr­ir um­ferð í um tvær klukku­stund­ir, þó mun leng­ur í Hamm­ar­by-göng­un­um skammt frá sem lokuð voru langt fram eft­ir kvöldi.

Hef­ur lög­regla var­ist allra frétta af rann­sókn­inni, aðeins staðfest að hand­tök­urn­ar hafi átt sér stað og yf­ir­heyrsl­ur séu hafn­ar yfir grunuðu auk þess sem skýrsl­ur hafi verið tekn­ar af vitn­um.

SVT

SVTII (af at­b­urðum á fimmtu­dag­inn)

Dagens nyheter (læst áskrift­ar­grein)

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert