„Mestu forréttindi lífs míns“

Nýr formaður Íhaldsflokksins breska og verðandi forsætisráðherra, Rishi Sunak eftir …
Nýr formaður Íhaldsflokksins breska og verðandi forsætisráðherra, Rishi Sunak eftir að hafa verið tilnefndur næsti forsætisráðherra flokksins í dag. AFP/Justin Tallis

Fyrir stuttu hélt Rishi Sunak fyrstu ræðu sína eftir að ákveðið var að hann myndi leiða breska Íhaldsflokkinn og verða næsti forsætisráðherra landsins.

Sunak hóf ræðuna á því að þakka Liz Truss fyrir þjónustu hennar við Bretland og minntist á að hún hefði tekið við stjórnartaumunum við alveg einstaklega erfiðar aðstæður bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. 

Þakka fyrir að geta gefið til baka

Hann sagðist fyllast auðmýkt og finna fyrir miklum heiðri að hafa fundið traust þingflokksfélaga sinna að vera kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins. „Það eru mestu forréttindi lífs míns að fá að vinna fyrir flokkinn sem ég dái og að fá tækifæri til að gefa til baka til landsins sem ég svo mikið að þakka.“

Stöðugleiki og samstaða mikilvægust

Hann sagi að Bretland væri stórkostlegt land en það væri engin spurning að landið stæði frammi fyrir mjög erfiðum fjárhagslegum áskorunum. Nú þyrftu allir að standa saman og landið þyrfti stöðugleika meira en nokkuð annað. 

Breska pundið hækkaði 

 „Ég mun gera það að mínu forgangsverkefni að sameina flokkinn og Bretland allt því það er eina leiðin semvið höfum til þess að geta tekist á við vandamál dagsins og byggja betri framtíð fyrir börn okkar og barnabörn. Ég heiti því að ég mun þjóna ykkur af heilum hug og af auðmýkt. Ég mun vinna alla daga að því að skila árangri fyrir bresku þjóðina.“

Jákvæð uppsveifla varð á hlutabréfamörkuðum í dag í kjölfar tilkynningar um að Sunak tæki við stjórnartaumum forsætisráðuneytisins í dag og eins hækkaði breska pundið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert