69 ára varpaði handsprengjum að lögreglu

Roberto Jefferson, fyrrverandi leiðtogi brasilíska verkamannaflokksins PTB, brást ókvæða við …
Roberto Jefferson, fyrrverandi leiðtogi brasilíska verkamannaflokksins PTB, brást ókvæða við er til stóð að handtaka hann á sunnudaginn, kastaði handsprengjum að lögregluþjónum og skaut á þá af riffli sínum. Ljósmynd/Twitter

Roberto Jef­fer­son, fyrr­ver­andi leiðtogi bras­il­íska verka­manna­flokks­ins PTB, er í haldi lög­reglu í sveit­ar­fé­lag­inu Com­enda­dor Levy Gaspari­an þar í landi, skammt frá höfuðborg­inni Rio de Jan­eiro, eft­ir að hann varpaði hand­sprengj­um að lög­regluþjón­um sem hugðust hand­taka hann á heim­ili hans auk þess að skjóta fjölda riff­il­skota að þeim.

Þetta gerðist á sunnu­dag þegar til stóð að hand­taka Jef­fer­son sem reynd­ar var þegar í stofufang­elsi. Að skip­an Hæsta­rétt­ar skyldi hand­taka gamla flokks­leiðtog­ann, sem er 69 ára gam­all, fyr­ir að móðga Cár­men Lucía, dóms­for­seta rétt­ar­ins, en stofufang­elsið var fyr­ir að hóta henni.

Ólga fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar

Jef­fer­son er stuðnings­maður Jair Bol­son­aro for­seta sem lýsti vanþókn­un sinni á hátt­semi Jef­fer­sons og kvað þá sem skytu að lög­reglu eiga heima í fanga­klefa. Lög­regluþjón­arn­ir tveir, sem komu á heim­ili, Jef­fer­sons, særðust þegar þeir urðu fyr­ir sprengju­brot­um en sár þeirra reynd­ust ekki al­var­leg.

Eldri mynd af Jefferson síðan hann var þingmaður PTB í …
Eldri mynd af Jef­fer­son síðan hann var þingmaður PTB í neðri deild bras­il­íska þings­ins. Hún er tek­in 14. sept­em­ber 2005. AFP/​Evaristo SA

Ólga er í bras­il­ísk­um stjórn­mál­um fyr­ir aðra um­ferð for­seta­kosn­ing­anna á sunnu­dag­inn kem­ur þar sem hinn hægris­innaði Bol­son­aro etur kappi við vinstri­mann­inn Luiz Inácio Lula da Silva. Sá síðar­nefndi var tal­inn sig­ur­strang­legri en náði ekki til­skild­um 50 pró­sent­um at­kvæða í fyrri um­ferð kosn­ing­anna sem nægt hefðu til að blása síðari um­ferðina af.

Brazil Journal (á portú­gölsku)

BBC

The Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert