Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál á hendur þrettán einstaklinga fyrir að hafa viðhaft tilraunir við að beita ólögmætum áhrifum í Bandaríkjunum fyrir Alþýðulýðveldið Kína. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.
NBC greinir frá.
Málin eru þrjú. Fyrsta málið varðar sjö kínverska ríkisborgara sem eru sakaðir um að hafa reynt að flytja annan kínverskan ríkisborgara af landi brott með valdbeitingu. Í öðru máli eru fjórir kínverskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á fólk innan Bandaríkjanna svo að þeir komi fram fyrir hönd Kína. Í síðasta málinu eru tveir aðrir ákærðir fyrir að hafa afskipti af bandarísku sakamála gegn alþjóðlegu fjarskiptafyrirtæki.
„Líkt og þessi mál sýna fram á þá hafa yfirvöld í Kína sóst eftir að hafa afskipti af réttindum og frelsi einstaklinga í Bandaríkjunum og að grafa undan réttarkerfi okkar sem verndar þessi réttindi. Það tókst þeim ekki,“ sagði Garland í ávarpi sínu til blaðamanna.