Rishi Sunak verður forsætisráðherra í dag

Rishi Sunak.
Rishi Sunak. AFP/Daniel Leal

Rishi Sunak var í gær sjálfkjörinn sem leiðtogi Íhaldsflokksins á Bretlandi og verður nýr forsætisráðherra landsins í dag. Þetta varð ljóst eftir að bæði Boris Johnson og Penny Mordaunt höfðu dregið sig út úr leiðtogakjöri flokksins, sem hefur ríflegan meirihluta í breska þinginu.

Í stuttri ræðu, skömmu eftir að sigurinn varð ljós, lagði Sunak áherslu á stöðugleika og samstöðu á óvissutímum, en við þingmenn Íhaldsflokksins sagði hann valið standa milli einingar og dauða, í óeiginlegri merkingu þó. Miklir flokkadrættir eru í þingflokknum, sem knúðu bæði Boris Johnson og Liz Truss úr embætti.

Sunak kvaðst gera sér grein fyrir því að fram undan væru efnahagsörðugleikar og að eina leiðin til að sigrast á þeim væri að allir landsmenn legðust á eitt í þeim efnum.

Sunak mun nú um miðjan morgun ganga á fund Karls konungs III. til þess að hljóta skipun sem forsætisráðherra eftir að Liz Truss biður konung lausnar. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka