Rishi Sunak verður forsætisráðherra í dag

Rishi Sunak.
Rishi Sunak. AFP/Daniel Leal

Ris­hi Sunak var í gær sjálf­kjör­inn sem leiðtogi Íhalds­flokks­ins á Bretlandi og verður nýr for­sæt­is­ráðherra lands­ins í dag. Þetta varð ljóst eft­ir að bæði Bor­is John­son og Penny Mor­daunt höfðu dregið sig út úr leiðtoga­kjöri flokks­ins, sem hef­ur ríf­leg­an meiri­hluta í breska þing­inu.

Í stuttri ræðu, skömmu eft­ir að sig­ur­inn varð ljós, lagði Sunak áherslu á stöðug­leika og sam­stöðu á óvissu­tím­um, en við þing­menn Íhalds­flokks­ins sagði hann valið standa milli ein­ing­ar og dauða, í óeig­in­legri merk­ingu þó. Mikl­ir flokka­drætt­ir eru í þing­flokkn­um, sem knúðu bæði Bor­is John­son og Liz Truss úr embætti.

Sunak kvaðst gera sér grein fyr­ir því að fram und­an væru efna­hags­örðug­leik­ar og að eina leiðin til að sigr­ast á þeim væri að all­ir lands­menn legðust á eitt í þeim efn­um.

Sunak mun nú um miðjan morg­un ganga á fund Karls kon­ungs III. til þess að hljóta skip­un sem for­sæt­is­ráðherra eft­ir að Liz Truss biður kon­ung lausn­ar. 

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert