Selenskí ræddi við Sunak í síma

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Samsett mynd

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, ræddu saman í síma í dag og sagðist Selenskí í kjölfarið vera vongóður um að tengsl milli landanna myndu aukast.

„Ég trúi því að samstarf ríkja okkar, sem og leiðtoga Breta í því að verja lýðræði og frelsi, muni halda áfram að styrkjast enn frekar,“ sagði Selenskí í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar.

Þá bauð hann Sunak að heimsækja Úkraínu.

Talskona Sunak sagði forsætisráðherrann hafa sagt við Selenskí að hann gæti treyst á að ríkisstjórn hans myndi áfram sína samstöðu og fullvissaði Selenskí um „staðfastan stuðning.“

Sunak var í gær sjálfkjörinn sem leiðtogi Íhaldsflokksins og kjörinn forsætisráðherra Bretlands í dag, eftir að ljóst varð að bæði Boris Johnson og Penny Mordaunt höfðu dregið sig út úr leiðtogakjöri flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert