Sjö almennir borgarar voru drepnir og þrír særðust í úkraínsku borginni Bakhmut í héraðinu Dónetsk í austurhluta landsins.
Lík þriggja almennra borgara sem höfðu áður verið drepnir fundust einnig á tveimur stöðum í héraðinu, að sögn héraðsstjórans Pavlo Kyrylenko á Telegram.
Harðir bardagar hafa geisað á milli úkraínskra og rússneskra hersveita í Dóntesk undanfarna mánuði.