„Skítugasti maður heims“ er látinn

Amou Haji í desember árið 2018.
Amou Haji í desember árið 2018. AFP

Íranskur maður sem fékk viðurnefnið „skítugasti maður heims” vegna þess að hann hafði ekki farið í sturtu í áratugi, er látinn, 94 ára gamall.

Amou Haji, sem þreif sig ekki í rúma hálfa öld og var jafnframt einhleypur, lést á sunnudaginn í þorpinu Dejgah í héraðinu Fars í suðurhluta Írans.

Amou Haji liggur á jörðinni í þorpinu Dejgah.
Amou Haji liggur á jörðinni í þorpinu Dejgah. AFP

Haji forðaðist að fara í sturtu af ótta um að „verða veikur”, hafði fréttastofan IRNA eftir honum.

En „í fyrsta sinn fyrir nokkrum mánuðum síðan fóru þorpsbúar með hann á baðherbergi til að hann gæti þvegið sér”, bætti IRNA við.

Stutt heimildarmynd, The Strange Life of Amou Haji, var gerð um lífshlaup hans árið 2013.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert